Ástæðan er ljós.

Það eru liðnir tveir áratugir síðan Hafró var bent á að sterk fylgni væri milli hrygningarinnar eða nýja árgangsins eða nýliðunar og fjölda golþorska í stofninum. Því væri lykilatriði til að fá góða nýliðun að byggja upp golþorskastofninn og það er einungis hægt með því að minnka sóknina í stofninn. Það hefur enn ekki verið gert, golþorskastofninn er eins lítill og hann var fyrir 20 árum þegar fyrst var sýnt fram á mikilvægi hans. Þótt sjómenn telji þorskstofninn stærri en nokkru sinni fyrr er staðreyndin sú að stærð golþorskastofnsins er aðeins nokkur prósent af því sem hann ætti að vera við kjörveiðar. Og það kostar enga fórn að stunda kjörveiðar, kjörsókn er sú sókn sem gefur útgerðinni mestan arð, jafnvel þó svo að nýliðunin mundi ekkert minnka við meiri sókn og  minni golþorskastofn.

Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hversu stór golþorskastofninn er í dag. Þó að Hafró eyði milljörðum af almannafé til að gera stofnmælingar tvisvar á ári er ómögulegt að fá einfaldar upplýsingar eins og hvað veiddust margi golþorskar (1 metra langir eða 10 kg þungir) í síðustu stofnmælingu eða bara einhverri stofnmælingu. Hafrannsóknarstofnunin vill ekkert vinna úr sínum mælingum og aðrir geta ekki fengið að gera það. Nú er ekki einu sinni lengur hægt að fá upplýsingar um meðalþyngd þorskanna í hverjum aldurshópi. Ætli það sé ekki gert til aðkoma í veg fyrir að einhverjir fari að reikna út brottkastið með því að bera saman meðalþyngdin í aflanum og í stofnmælingunni.

Nú en verra gæti það verið. Verðmæti árlegs þorsk og ýsuafla við Færeyjar er nú lítið meira en einn tíundi hluti af því sem hann var þegar Íslenskur fiskifræðingur tók að ráðleggja Færeyingum að hundsa öll tilmæli Alþjóða Hafrannsóknarráðsins (ICES) um að minnka sóknina heldur veiða bara eins mikið og þeir gætu. Vissulega er Færeyska sóknardagakerfið betra en Íslenska gjafakvótkerfið en það skiptir samt ekki máli hvernig fiskveiðunum er stjórnað ef þeim er hvort eð er ekkert stjórnað.


mbl.is Slakur árgangur þorsks og ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Júlíusson

Höfundur

Einar Júlíusson
Einar Júlíusson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband