Kostar ekki krónu.

Þessir útreikningar starfshópsins eru glórulaust rugl. Það kostar ekki krónu að leysa skuldavandamál heimilanna því menn borga hvort eð ekki það sem þeir geta ekki borgað. Eina sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja bönkunum og íbúðalánasjóði að hætta að senda hótunarbréf þeim sem komir eru í þrot. En það þarf að vita í hverju vandinn felst. Hann felst alls ekki í skuldunum nema hjá þeim örfáu sem tekið hafa gengistryggð húsnæðislán og þau eru einfaldlega ólögleg og bankarnir eiga ekki að fá neina hækkun á láninu vegna gengisbreytinga. Punktur. Hinir hafa tekið venjuleg verðtryggð lán eins og allir aðrir í áratugi og þurfa enga leiðréttingu þess vegna. Vandinn er sá að á árunum 2004 til 2009 var húsnæðisverðbóla. Ekki svo mikil á árunum 2004 og 2009 en mjög mikil á árunumun 2006 til 2007. Þeir sem keyptu sér húsnæði á þeim árum hafa tapað gífurlega. Það eru þeir sem eru að fremja sjálfsmorðin og þeir eru þeir einu sem þarf að bjarga og það kostar eins og fyrr sagði ekki krónu. Þeir sem tóku 100% lán hjá bönkunum standa nú uppi með næstum 200% lán og þau lán þarf að afskrifa niður um helming og endurreikna greiðslur þeirra sem flestir eiga nú inni talsvert fé hjá bönkunum og jafnvel gömlu íbúðina sem bankarnir hafa stolið af þeim og verða að skila.

Þeir sem seldu húnæði á þessum árum án þess að kaupa sér annað hafa grætt gífurlega en það er borin von að ná þeim peningum frá þeim nema gegnum skattakerfið. Þeir sem notuðu tækifærið á þessum árum til að hækka lánin á íbúðum sínum gætu verið í vandræðum nú er geta einungis sjálfum sér um kennt. 


mbl.is 9 leiðir vegna skuldavandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikarar

Fyrst stjórnin sveik öll sín loforð um skjaldborg um heimilin mátti búast við því að ekkert væri að marka loforðin um að breyta því kvótakerfi sem komið hefur útgerðinni og landinu á hausinn. Þvílík röksemd að sú skuldastaða sem kvótakerfið hefur komið útgerðinni í sýni að það séu ekki forsendur til að breyta kerfinu. Ekki mun ég kjósa flokk vinstri grænna aftur né trúa öðrum loforðum hans. Ég krefst þess einfaldlega að þessum veiðiheimildum sem var stolið af mér og "gefið" fáeinum kvótagreifum verði skilað mér aftur 100% og tafarlaust. Útgerðin getur svo alveg eins leigt veiðiheimildir af mér eins og af einhverjum kvótagreifum. Skuldastaða útgerðarinnar versnar ekkert við það en staða þorskstofnsins mundi stórbatna ef að ég fengi einhverju ráðið um ráðstöfun aflaheimilda minna.  

Sníkjudýr á þjóðfélaginu

Eitt sinn áttu Íslendingar þorskstofn sem gat gefið af sér yfir 400 þúsund tonn á ári eða meira en 200 þús tonn af útflutningsafurðum sem seldar eru erlendis á yfir 25 evrur á kg.  Heildarafrakstur auðlindarinnar var því yfir 5 milljarðar evra á ári. Miðað við núvirðisreikninga með 4% raunvöxtum var verðmæti auðlindarinnar því 125 milljarðar evra sem jafngildir nú um ef miðað er við 4% raunvexti meira en 20 þúsund milljörðum króna. Frá verði neytandans þarf þó að draga kostnaðinn við veiðarnar, vinnsluna, flutning og sölu en hann er fremur óverulegur í þessum samanburði. Það er líka augljóst að afrakstur þessarar auðlindar rann ekki allur til útgerðarinnar eða einu sinni til Íslendingar enda er það alls ekkert eðlilegt að fiskveiðiauðlindin eigi bara að vera tekjuuppspretta fyrir fáeina sérvalda útgerðargreifa. Nú er þorskstofninn ekki svipur há sjón og miklu minna virði en áður og sama gildir um flesta aðra fiskistofna.

Óvitaskapurinn í sjávarútvegsráðuneytinu felst í því að þeir sjá ekki að verðmætaminnkun þorskstofnsins og skuldasöfnun útgerðarinnar þýðir að sjávarútvegurinn í heild sinni leggur ekkert til þjóðfélasgsins alla síst í hnattrænum skilningi. Launin hjá LÍÚ eru eins og ofurlaun bankamanna og útrásarvíkinga eru greidd af skattgreiðendum og alveg sérstaklega framtíðar skattgreiðendum sem hafa verið  rændir auðlindum sínum.


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglivert

VBS bankinn lánaði margdæmdum afbrotamanni og fíkniefnasala 2.8 milljarða til að kaupa sér 200 hektara land. Væntanlega hvorki getur né vill hann borga af láninu svo landið verður væntanlega tekið af honum og selt á nauðungaruppboði fyrir 10 milljónir eða svo en skattgreiðendur látir greiða bankanum 2.799 milljarða. Og svo væla Íslendingar og halda þúsund ræður á alþingi um að Bretar og Hollendingar séu svo vondir við okkur að vilja að við borgum til baka smáhluta af þeim þúsundum milljarða sem við rændum frá þeim. Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann og það er líka besta leiðin til að ræna almenning.
mbl.is VBS lánaði brotamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan er ljós.

Það eru liðnir tveir áratugir síðan Hafró var bent á að sterk fylgni væri milli hrygningarinnar eða nýja árgangsins eða nýliðunar og fjölda golþorska í stofninum. Því væri lykilatriði til að fá góða nýliðun að byggja upp golþorskastofninn og það er einungis hægt með því að minnka sóknina í stofninn. Það hefur enn ekki verið gert, golþorskastofninn er eins lítill og hann var fyrir 20 árum þegar fyrst var sýnt fram á mikilvægi hans. Þótt sjómenn telji þorskstofninn stærri en nokkru sinni fyrr er staðreyndin sú að stærð golþorskastofnsins er aðeins nokkur prósent af því sem hann ætti að vera við kjörveiðar. Og það kostar enga fórn að stunda kjörveiðar, kjörsókn er sú sókn sem gefur útgerðinni mestan arð, jafnvel þó svo að nýliðunin mundi ekkert minnka við meiri sókn og  minni golþorskastofn.

Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hversu stór golþorskastofninn er í dag. Þó að Hafró eyði milljörðum af almannafé til að gera stofnmælingar tvisvar á ári er ómögulegt að fá einfaldar upplýsingar eins og hvað veiddust margi golþorskar (1 metra langir eða 10 kg þungir) í síðustu stofnmælingu eða bara einhverri stofnmælingu. Hafrannsóknarstofnunin vill ekkert vinna úr sínum mælingum og aðrir geta ekki fengið að gera það. Nú er ekki einu sinni lengur hægt að fá upplýsingar um meðalþyngd þorskanna í hverjum aldurshópi. Ætli það sé ekki gert til aðkoma í veg fyrir að einhverjir fari að reikna út brottkastið með því að bera saman meðalþyngdin í aflanum og í stofnmælingunni.

Nú en verra gæti það verið. Verðmæti árlegs þorsk og ýsuafla við Færeyjar er nú lítið meira en einn tíundi hluti af því sem hann var þegar Íslenskur fiskifræðingur tók að ráðleggja Færeyingum að hundsa öll tilmæli Alþjóða Hafrannsóknarráðsins (ICES) um að minnka sóknina heldur veiða bara eins mikið og þeir gætu. Vissulega er Færeyska sóknardagakerfið betra en Íslenska gjafakvótkerfið en það skiptir samt ekki máli hvernig fiskveiðunum er stjórnað ef þeim er hvort eð er ekkert stjórnað.


mbl.is Slakur árgangur þorsks og ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira ruglið.

Krónan er of lágt skráð þó að afgangur sé á vöruskiptum segir seðlabankastjóri. Hverskonar hugsanarruglingur er eiginlega í gangi i þessari stofnun. Kunna menn ekki einfalda rökfræði? Réttara væri að segja: Krónan er of lágt skráð vegna þess að afgangur er á vöruskiptum eða krónan er of hátt skráð þó að afgangur sé á vöruskiptum vegna þess að sá afgangur er ekki nægilegur.

Að sjálfsögðu er krónan of hátt skráð ef viðskiptaafgangur er ekki nægur til að borga vexti og afborganir á lánum sem vanhæfir seðlabankastjórar tóku til að greiða niður gjaldeyri og halda krónunni allt of hárri um árabil. Meðan sama vitlausa peningamálastefnan er í Seðlabankanum er engin von til þess að kreppan gangi yfir og Íslendingar losni úr eiknhvern tímann úr skuldafangelsinu. Þar á bæ vilja viðvaningarnir svo taka lán til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn rétt eins og það sé lausnin að taka lán til að leggja fyrir til elliáranna.


mbl.is Krónan of lágt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með að skipta jafnt?

Ef við værum í Evrópusambandinu þá yrðum við auðvitað að skipta makrílnum jafnt með öðrum Evrópuþjóðum. Miðað við að heildarkvótinn sé 500 þúsund tonn, að Íslendingar séu 300 þúsund og Evrópubúar 730 milljónir þá mundi koma í okkar hlut 500*330/730300 = 226 tonn. Að vísu er ekki víst að Evrópusambandið mundi samþykkja fullan hlut handa okkur því við bræðum fiskinn í verðlitla afurð en Evrópubúar leggja hann niður í dósir sem þeir selja Íslendingum og öðum á meira en 1000 kr kílóið.  Allavega með því að LÍÚ ákveður einhliða án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá fiskifræðinga að veiða 119 þúsund tonn erum við að valda Evrópusambandinu skaða upp á 60 milljarða króna á ári miðað við að verðmæti makrílsins upp úr sjó sé 500 kr/kg. Þetta eru nú slíkir smáaurar a.m.k. miðað við þann ca. 10 þúsund milljarða króna skaða sem útrásarvíkingarnir ullu í Evrópu að ég skil  ekki af hverju Evrópusambandið er eitthvað að væla.
mbl.is ESB gagnrýnir makrílveiðar Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gefa kvótann aftur

Svo heppilega vill nú til að megnið af kvótanum er þegar kominn úr höndum útgerðarmanna yfir í "eigu" bankanna. Ef þessir útgerðarmenn geta keypt hann til  baka verður að leyfa þeim það í bili en mér finnst þeir eigi ekki að fá að veiða út á veðsettan  kvóta án þess að borga veðhafanum fullt leiguverð fyrir. Að ég tali nú ekki um ef að lánin eru í vanskilum. Það var stærsti glæpur Íslandssögunnar að gefa völdum útgerðarmönnum kvótann en það var samt alltaf sú vanhugsaða réttlæting að útgerðarmenn mundu fara betur með það sem þeir ættu en sem skattgreiðendurnir ættu. Því væri margfalt stærri glæpur að gefa nú útgerðinni aftur kvótann og það er engin réttlæting að síðan eigi að taka hann aftur á næstu 20 árum.  Hættum þessu hringli, þjóðin þ.e. skattgreiðendurnir eiga kvótann og þeir eiga rétt á að fá fullt leiguverð fyrir hann. Punktur. Hlustum ekki á þennan grátkór að útgerðin fari á hausinn ef kvótinn er tekinn af henni. Hún "á" ekkert þennan kvóta nú heldur einhverjir menn úti í bæ eða úti á Tortola. Tökum hann af þeim!
mbl.is Nauðsynlegt að breyta fiskveiðikerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun er gjaldþrota

Landsvirkjun er jafngjaldþrota og bankarnir þó hún eigi nóg eigið fé að eigin mati. Það vantar allar mikilvægar upplýsingar í þessa frétt. Hverjar eru mánaðartekjur hennar T? Hverjar eru mánaðarútgjöld hennar G með öllum vöxtum og afborgunum. Hver er lausafjárstaða hennar L. Þá eru L/(G-T) mánuðir þangað til hún kemst í þrot.
mbl.is Landsvirkjun segir fjárhagsstöðuna trausta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Einar Júlíusson

Höfundur

Einar Júlíusson
Einar Júlíusson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband