Ekki gefa kvótann aftur

Svo heppilega vill nú til að megnið af kvótanum er þegar kominn úr höndum útgerðarmanna yfir í "eigu" bankanna. Ef þessir útgerðarmenn geta keypt hann til  baka verður að leyfa þeim það í bili en mér finnst þeir eigi ekki að fá að veiða út á veðsettan  kvóta án þess að borga veðhafanum fullt leiguverð fyrir. Að ég tali nú ekki um ef að lánin eru í vanskilum. Það var stærsti glæpur Íslandssögunnar að gefa völdum útgerðarmönnum kvótann en það var samt alltaf sú vanhugsaða réttlæting að útgerðarmenn mundu fara betur með það sem þeir ættu en sem skattgreiðendurnir ættu. Því væri margfalt stærri glæpur að gefa nú útgerðinni aftur kvótann og það er engin réttlæting að síðan eigi að taka hann aftur á næstu 20 árum.  Hættum þessu hringli, þjóðin þ.e. skattgreiðendurnir eiga kvótann og þeir eiga rétt á að fá fullt leiguverð fyrir hann. Punktur. Hlustum ekki á þennan grátkór að útgerðin fari á hausinn ef kvótinn er tekinn af henni. Hún "á" ekkert þennan kvóta nú heldur einhverjir menn úti í bæ eða úti á Tortola. Tökum hann af þeim!
mbl.is Nauðsynlegt að breyta fiskveiðikerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur. Það er eru ekki allir undir sama hatti. Það eru til fjölskyldur sem hafa keypt kvóta á erlendum lánum bara til að hafa ofaní sig. Hvað viltu gera við það fólk? Á að hirða af þeim kvótann líka!! 

Rúnar. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:03

2 identicon

Þetta er kannski fólk sem sá sér fært að taka 20 ára lán fyrir kvóta á 5 % vöxtum og ná að fiska fyrir afborgunum,leigu og svo tekjur. Eigum við þá að láta þau leigja kvótann!! Þá að sjálfsögðu leigja þau annan kvóta og leyfa þessu láni bara að falla. Ef lánið er í vanskilum heldurðu að fólk nái eitthvða frekar að borga leiguna. Hugsaðu nú aðeins. Þetta snýst allt um að bankarnir fái eitthvað borgað af þessum lánum sem þeir veittu.

Rúnar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:08

3 identicon

Já hugsanlega eru til trillukarlafjölskyldur sem keypti sér 100 tonna þorskkvóta á 400 milljónir króna með 20 ára erlendu láni. Það hefði verið arfavitlaus ákvörðun og mér finnst hún líka afar ólíkleg t.d. í ljósi þess að það hefur ekki verið nein sala með varanlegar aflaheimildir í nokkur ár. Viltu halda í gjafakvótakerfið vegna þessa möguleika? Ertu örugglega bara að hugsa um smælingjana? Ég held að þeir vilji fæstir halda í gjafakvótakerfið.  

Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Júlíusson

Höfundur

Einar Júlíusson
Einar Júlíusson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband